Ekkert nýtt að stjórnmálamenn -og konur lofi og svíki til að komast til áhrifa

Að þessu sinni skrifar Árvakur leiðarann:

Að stjórnmálamenn/konur, lofi og svíki til að komast í valdastöður, er ekkert einsdæmi á íslandi. En gjarnan og vonandi eru oft væntingar um að standa við orð sín, ásetningur sem brást. Við þekkjum persónulegt bréf Bjarna Benediktssonar til eldri borgara og hér er birtur leiðari eftir Katrínu Jakobsdóttir, leiðtoga Vinstri Grænna fyrir síðustu kosningar. Það sem stendur í leiðaranum er í sjálfu sér ekki aðalatriðið, enda vel þekktar staðreyndir um vanefndir. Heldur hvernig efnið er nálgast. Katrín forsætisráðherra er þekkt fyrir loðin svör og hæfileikann til að bjarga í horn með skipun vinnuhópa og nefnda, sem vinna verðmætan tíma af afmældum leiktíma. Heldur hvernig boðskapur frambjóðandans er settur fram, í aðdraganda kosninga og séð í samhengi við aðgerðir eða aðgerðarleysi þegar í valdastöðu er komið.

Oddviti þess stjórnmálaflokks, sem telur sig mest til vinstri í íslenskri pólitík, þarf að vísa til “Tölurnar sýna svart á hvítu” og “þakkar sérstaklega útvarpsþáttum Mikaels Torfasonar” upplýsingar um fátækt í samfélaginu sem hún er í framboði í. Það kemur hvergi fram hvort hún sjálf, hafi orðið áskynja fátæktar og mismununar, og bendir reyndar til að svo sé ekki.

Það þarf ekki að tíunda lögbrot sem framin hafa verið af nefndu félagsmálaráðuneyti undir forsæti Katrínar, eða kjaradeilna sem standa yfir einmitt núna. Að ekki sé talað um heilbrigðismálin, sem eru undir stjórn hennar og hennar flokksystur.

Og áfram vellur hinn góði ásetningur frá 2017, og nefnir þar “kerfi þar sem félagslegt húsnæði sé selt á frjálsum markaði” og “Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu á vettvangi þingsins við Félagsmálaráðherra um hvað hann hyggist gera í þessum efnum.”

Nú hefur Forsætisráðherra verið æðsti yfirmaður félagsmálaráðherra í 3 ár, þannig að hún þarf ekki að óska eftir neinum umræðum frá honum á vettvangi þingsins, þau sitja á sama bekk, ráðherrar í sama ráðuneyti og hún yfirmaður hans, ætli hún viti ekki af því. Kannski veit hún heldur ekki að sami félagsmálaráðherra heldur uppteknum hætti og selur félagslegt íbúðarhúsnæði flokksfélögum sínum án auglýsinga, síðast á Akranesi.

Það þarf ekki að tíunda lögbrot sem framin hafa verið af nefndu félagsmálaráðuneyti undir forsæti Katrínar, eða kjaradeilna sem standa yfir einmitt núna. Að ekki sé talað um heilbrigðismálin, sem eru undir stjórn hennar og hennar flokksystur.

Fyrir Árvakur, sem er ýmsu vanur er þetta ekki spurning um loforð og efndir. Þetta er spurning um karakter eða skort á karakter. Í fyrsta lagi að þurfa að skarpa utanað vísbendingar til að koma auga á galla samfélagsins, og síðan að geta með “broskall” á vör útvistað raunveruleikanum til einhverra annarra. Eins og það að vera forsætisráðherra sé svona “málamyndastaða.”  Kjósendur þurfa að taka ákveðna afstöðu til þess, hvort forsætisráðherrar framtíðarinnar eigi að vera “málamyndaráðherrar” og hvort leikhæfileikar sé ákjósanlegustu eiginleikar þeirra.  Þannig að sjálfhverfa verði nauðsynlegur eiginleiki til að komast til valda. Og siðblinda besti eiginleikinn til að halda völdum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR