Dónaleg framkoma RÚV fréttamanns vekur athygli

Inga Sæland formaður Flokks fólksins var gestur í Kastljósi kvöldsins. Í kynningu fréttastofu RÚV var sagt að Ingu væri boðið til borðsins í viðtal um stjórnmálaástandið og jafnframt yrði hún spurð út í orð hennar á þingi vegna yfirlýsinga sóttvarnalæknis við kórónaveirunni.

Spyrjandinn Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV fór á endanum út í að þráspyrja þingkonuna og saka hana um ábyrgðarlaust tal og að sækja að saklausum embættismanni eins og sóttvarnarlækni. Í enda viðtalsins fór hann út í allt aðra sálma en það sem kynnt var að talað yrði um í þættinum og vakti dónaleg framkoma hans athygli. Fór hann að tala um Le Pen í Frakklandi og lét liggja í orðunum að hann áliti Ingu Sæland popúlista. Einar talaði sífellt yfir Ingu Sæland og reyndi að gera lítið úr þingkonunni. Inga varðist RÚV-aranum af hörku og sá Einar sitt óvænna að endingu og batt enda á viðtalið og var spyrjandinn frekar framlágur þegar hann þakkaði Ingu „kærlega“ fyrir að koma í þáttinn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR