Danir halda júróvision án áhorfenda á morgun

Lokakeppni júróvision í Danmörku verður haldin á morgun án áhorfenda eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá.

Ástæðan ætti ekki að koma neinum á óvart: kórónaveiran.

Útlit er því fyrir að þeir 10.000 danir sem keypt höfðu miða á viðburðinn þrufi nú að sitja  heima í stofu og horfa á stóru stundina í sjónvarpinu.

Þessi ákvörðun var tekin með hliðsjón af tilmælum forsætisráðherrans, Mette Frederiksen, að öllum mannamótum þar sem fleiri en 1.000 manneskjur eru viðstaddar verði aflýst. 

„Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði. Við áttum þann draum að þúsundir áhorfenda yrðu í salnum á morgun sem hefði gert stemminguna einstaka. Í staðin munum við gera einstakan sjónvarpsviðburð fyrir áhorfendur heima í stofu,“ segir Gustav Lüzhøft talmaður DR. Sá sem ber sigur úr bítum á morgun mun verða fulltrúi dana í júróvision keppninni í Rotterdam í maí.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR