Bréf framkvæmdastjóra til starfsfólks SORPU: Segir umfjöllun á Bylgjunni hafa verið neikvæða, einhliða og fulla af rangfærslum

Eins og fram hefur komið í umfjöllun skinna.is um uppsagnir sem verið hafa í SORPU þá sendi nýr framkvæmdastjóri starfsfólki pistil í gær föstudag þar sem greint er frá uppsögnum sem stjórn fyrirtækisins hefur gefið fyrirmæli um og leiða má líkum að því að sé vegna fjármálaklúðurs sem stjórnin hefur komið þessu annars rótgróna og hingað til velrekna almenningsfyrirtæki í. Margir lesa nýjustu atburði í fyrirtækinu sem tilraun stjórnarinnar til þess að hvítþvo sjálfa sig af mistökum sem áttu sér stað í færslu bókhalds en gera starfsfólk SORPU ábyrgt og eru uppsagnir þegar hafnar.

Í pósti sem framkvæmdastjórinn sendi út í gær og skinna.is hefur undir höndum telur Helgi Þór að umfjöllun fjölmiðla í garð SORPU og stjórnenda hafi verið m.a. fulla af rangfærslum og neikvæða.

Póstur Helga Þórs:

Kæru samstarfsmenn Það er búið að vera mikill atgangur varðandi málefni SORPU í fjölmiðlum. Um síðustu helgi birtist umfjöllun um samlagið í Stundinni og henni var fylgt eftir í útvarpsviðtali á Bylgjunni. Þessi umfjöllun var ákaflega einhliða, neikvæð og full af rangfærslum. Við höfum lagt töluverða vinnu í það nú í vikunni að taka saman svör við öllum þeim rangfærslum er fram komu í þessari umfjöllun. Í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 á miðvikudaginn gafst mér tækifæri til að kveða skýrt að orði og kveða niður úrtöluraddir um hina glæsilegu gas- og jarðgerðarstöð. Ég vona að þetta hafi skilað einhverjum árangri, en betur má ef duga skal og á næstu vikum mun miklu skipta að miðla réttum upplýsingum um allt það góða starf sem við erum að vinna og þá byltingu í umhverfismálum á Íslandi sem nú hefst með tilkomu GAJA. Í dag færi ég ykkur þau tíðindi að til að styrkja innviði SORPU og ná fram hagræðingu í rekstri hefur verið ákveðið að breyta stjórnskipulagi samlagsins. Á þriðjudaginn kemur mun ég kynna nýtt stjórnskipulag og ætlun mín er að heimsækja ykkur á starfsstöðvunum til að og útskýra þessar breytingar og hvert við viljum stefna með þeim. Því miður kalla þessar breytingar á uppstokkun og í dag yfirgáfu fimm starfsmenn SORPU vegna þessara skipulagsbreytinga. Breytingarnar einskorðast við aðalskrifstofuna á Gylfaflöt 5 og ég vil árétta að ekki eru fyrirhugaðar neinar frekari breytingar á mannahaldi samlagsins. Á næstu vikum þarf þó að innleiða nýtt stjórnskipulag í Álfsnesi og Gufunesi, til að mæta mikilli uppstokkun á starfsemi þessara starfsstöðva með gangsetningu á stækkaðri móttöku og flokkunarstöð og gangsetningu GAJA. Bestu kveðjur, Helgi Þór.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR