Aldrei fleiri látist á einum degi úr kórónaveirunni

Í fyrsta skipti frá því að kórónaveiran kom upp í Kína eru dauðsföll komin yfir 200 á einum degi í Hubei héraði. Þetta upplýsti heilbrigðisráðerra Kína í dag. 

Þetta er í fyrsta skipti sem yfir 200 dauðsföll eru skráð á einum degi í landinu. 

Hingað til hafa skráð dauðföll á einum degi verið 103. Það var síðasta sunnudag. Meðltalið af dauðföllum á dag hefur legið í kringum 90 persónur.

Nú hafa skráð smit farið upp í tæmlega 15.000 í Hubei sem einning er met.

Vísindamenn í John Hopkins háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum áætla að á heimsvísu séu 60.081 smitaðir af veirunni sem nú  hefur fengið nafnið Covid-19. Langflest tilfellin eru í Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lýst veirunna alheimsvá og vinnur að því að finna lyf gegn veirunni en það mun í besta falli taka nokkra mánuði.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR