Nýjustu fréttir af morðinu sem framið var í Rauðagerði eru þær að lögreglan telur sig hugsanlega vera búin að handsama morðingjann.
Undanfarna daga hefur verið lögð mikil vinna í að upplýsa málið og gaf lögreglan strax út þá yfirlýsingu að rannsóknin myndi hafa algjöran forgang enda málið grafalvarlegt þar sem svo virðist sem um hreina og beina aftöku hafi verið að ræða og líklega framkvæmda af erlendum skipulögðum glæpasamtökum.
Þar með er sú þróun sem varað hefur verið við að myndi verða hér á landi, við inngöngu landsins í Schengen, orðin að veruleika.
Þegar stefnur stjórnmálaflokka eru skoðaðar kemur í ljós Þjóðfylkingin er eini flokkurinn sem hefur varað við þessari þróun og haft á stefnuskrá sinni að koma í veg fyrir hana.
Ekki er langt síðan erlendar glæpaklíkur albana og klíku frá afríku lenti saman á Laugaveginum og voru þar hnífar dregnir upp. Í þeim átökum var íslenskur almenningur í lífshættu, fólk sem átti leið hjá.
Líkt og í Rauðagerðismálinu voru áhyggjur af erlendum glæpaklíkum og þeirri þróun sem hefur átt sér stað hér á landi kallaðar „rasismi“ af öfga fólki á vinstrivæng stjórnmálana, en það berst mjög einlæglega fyrir opnum landamærum og að ekki skuli meina fólki að koma hingað jafnvel þótt um hættuleg skiplögð glæpasamtök sé að ræða. Í þessu sambandi má sérstaklega nefna samtökin NO BORDERS sem flokkuð eru af mörgum sem hryðjuverkasamtök.
Þá kom fram í fréttum að önnur glæpaklíkan sem átti í átökum á Laugaveginum hér um árið hefði samastað í íbúð á Laugaveginum. Þannig að lögreglan virtist ekki vera alveg grandalaus um íverustað þeirrar glæpaklíku en almenningur hefur spurt hvers vegna þeir hafi ekki verið sendir úr landi í nafni almannaheill.
Dómsmálaráðherra var spurður að þessu sama í þættinum Ísland í bítið á Bylgjunni og þar virðist hún hafa farið með ósannindi þar sem hún sagði að það hefði gerst að menn sem rökstuddur grunur væri um að væru hér í annarlegum tilgangi og hluti skipulagðra glæpasamtaka hefðu verið sendir úr landi, um það væri dæmi fullyrti ráðherrann.
Eftir því sem næst verður komist eru það ósannindi og ekki neinar fréttir að finna um slíkt ef leitað er eftir.