Aðgerðir Trumps í forsetaembættinu – hverju hefur verið áorkað? – Reglugerðarfarganið

Donald Trump hef lagt mikla vinnu í síðan hann tók við embætti Bandaríkjaforseta, að fækka reglugerðum, í því skyni að örva nýsköpun og ná fram sparnaði. Þetta var eitt af helstu kosningaloforðum hans. En hvernig hefur gengið, nú þegar liðin eru þrjú ár síðan hann tók við forsetaembætti?

Eitt af kosningaloforðum hans var að fækka tveimur reglugerðum fyrir hverja nýja sem gerð yrði.  Stjórn Trump forseta fór fram úr 2:1 hlutfallinu árið 2018 og eyddi 12 reglugerðir fyrir hverja nýja það sama ár. Árið 2017 felldi Trump stjórnin út 22 reglugerðir fyrir hverja nýja.

Síðan Trump tók við embætti, hefur reglugerðar afnámið náð fram 33 milljarða dollara reglugerðar sparnaði og árið 2018 leitti þetta átak til þess að fjölskyldur og eigendur fyrirtækja spöruðu sér 23 milljarða dala. En þessi herferð hans hefur mætt mikilli andstöðu andstæðinga hans og málin hlaðast upp fyrir dómstólum. Enn er of snemmt að segja til um hver árangurinn verður til langframa.

Trump forseti hefur  sett 16 þingályktanir um endurskoðun reglugerða í lög og útrýmt að hans sögn, íþyngjandi reglur og reglugerðum Obama-tímans.

Annað sem hann hefur gert og er mun umdeildara, bæði innanlands og hjá umheiminum, er að hann tilkynnti afturköllun Bandaríkjanna ú loftslagssamningnum í París sem hann heldur fram að hefði skaðað efnahag Ameríku og kostað bandarískt verkafólk milljónir starfa. En þrátt fyrir það, hefur Bandaríkin, eins og áður hefur komið fram hér, dregið umtalsvert úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda.

Trump forseti undirritaði framkvæmdarskipun um að hagræða í leyfisferli fyrir innviðaframkvæmdir með það að markmiði að draga úr þann tíma sem tekur að samþykkja framkvæmd úr allt að 10 árum í 2 ár að meðaltali. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þetta eigi eftir að koma niður á gæði framkvæmda og hvort framkvæmdarkosnaður lækki.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR