Kristján Örn Elíasson ritar grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann er mjög gagnrýnin á aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir vegna sóttvarna. Nefnir hann til dæmis að hann hafi aldrei þurft að sýna niðurstöður neikvæðs PCR prófs í Keflavík þrátt fyrir að vera skyldaður til að kaupa svoleiðis próf vegna ferðalaga.
Fyrirsögn greinar Kristjáns er „Er sjúkt að vera heilbirgður?“ Undir greinina ritar Kristján: „Höfundur undirbýr formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum,“ Það er ljóst að mikil þreyta er farin að hrjá sjálfstæðismenn vegna formennsku Bjarna og þeirrar klíku sem er í kringum hann í forystu flokksins enda hefur hún verið sökuð um spillingu og sérhagsmunagæslu og endurspeglar hrun í fylgi flokksins það vantraust sem flokksmenn og kjósendur bera til formannsins og annars forystu fólks í flokknum.
Kristján komst í fréttirnar hér á landi 2017 fyrir að snúa niður öryggisvörð í Landsbankanum í mótmælum.