Þeir sem reka vindmillur þurfa ekki að gera skýrlsu um hvað margir fuglar finnast dauðir við vindmillur – Þeir mega einfaldlega henda þeim í ruslið
Fuglum sem deyja eftir að hafa lent í spöðum vindmylla er hægt að henda án þess að þeir séu skráðir eða tilkynnt um þá, segir Torgeir Nygård arnarsérfræðingur.
– Þá færðu ekki að vita hvað vindmyllur hafa að segja fyrir fuglalíf, segir arnarsérfræðingurinn.
Við vindorkuverið á eyjunni Smøla á Nordmøre í Noregi hafa rúmlega 500 dauðir fuglar fundist undir vindmyllum á síðustu fjórtán árum, samkvæmt NINA (Náttúrufræðistofnun Noregs).
Síðan 2019 hafa fimm ernir einnig fundist af tilviljun við vindorkuver Fosen Vind í Trøndelag. Það er stærsta vindorkuver í Evrópu.
Hér er engin skipulögð leit að dauðum fuglum. Fuglana sem finnast við vindorkuver má heldur ekki skrá eða afhenda til rannsókna segir hann í viðtali við nrk um málið.
– Þá færðu ekki að vita hvað vindmyllur hafa að segja fyrir fuglalífið. Nokkuð mikið af fuglum drepast eftir að lenda í spöðum vindmilla, segir Torgeir Nygård sem er yfirfræðingur og arnarsérfræðingur hjá NINA, .
Hefur fundið yfir 100 dauða erni á Smøla
Nygård telur að það hefði átt að gera kröfur um leit og skráningu fugla við nokkrar vindmyllur í Noregi.
Frá 2006 hafa vísindamenn fundið nokkur hundruð dauða erni og rjúpur á Smøla. Þar er gerð leit vegna rannsóknarverkefnis sem styrkt er af vindorkuframleiðandanum Statkraft. Rannsóknarverkefninu er ætlað að komast að því hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að fuglar lendi í vindmyllum.
Deila um hugmyndir um vindmillugarða á Íslandi
Töluverð umræða og deilur hafa skapast um hugmyndir erlendra fyrirtæka, meðal annars norskra fyrirtækja, um að reisa hér á landi vindmillugarða. Einnig hefur þýskt fyrirtæki lýst áhuga á að reisa vindmillugarð í Grindavík.
Því hefur verið haldið fram að fugladauði af völdum þeirra hér á landi yrði mikill. Slíkum rökum hefur ávalt verið vísað á bug af hálfu þeirra sem vilja reisa vindmillugarðana.