Íbúar í vesturbæ Kópavogs eru margir hverjir hissa á vinnubrögðum starfsmanna Íslenska Gámafélagsins sem annast sorphirðu í vesturbæ Kópavogs. Þegar sorp er hirt virðist það vera lenska hjá sumum starfsmönnum að ganga hirðuleysislega frá tunnum bæði áður en þær eru tæmdar og eftir að þær eru tæmdar. Aðallega er það sá siður að stilla sorptunnunum upp beint fyrir fram innkeyrslur húsa og helst beint fyrir framan bíla svo erfitt er að komast út úr innkeyrslu og viðkomandi húseigandi þarf stundum að taka sig til og færa tunnurnar sjálfur til hliðar til að komast út úr innkeyrslu. Tekið skal fram að þessi ósiður sorphirðunnar virðist fara eftir starfsmönnum því ekki er gegnið svona frá tunnum við öll hús. Sumstaðar er tunnum raðað snyrtilega upp og til hliðar við innkeyrslur.
Myndirnar eru teknar í vesturbæ Kópavogs og sýna vel að pirringur íbúa er ekki alveg tilefnislaus. Í öllum tilfellum er hægt að leysa málið mjög einfaldlega því engin fyrirhöfn er fyrir sorphirðustarfsmenn að stilla tunnunum upp til hliðar við innkeyrslur íbúa.
Skinna.is er kunnugt um íbúi hafi kvartað við Íslenska Gámafélagið í sumar en þessi vinnubrögð starfsmanna hafa tíðkast í nokkurn tíma.