Vilhjálmur Bjarnason þekktur fjárfestir og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins segir í grein í Morgunblaðinu í dag að „fjármálakerfið hafi verið glæpa- og heimskuvætt þegar það var einkavætt ,“ en eins og allir vita var bankakerfið einkavætt í ríkistjórnartíð þess flokks sem hann sat á þingi fyrir, Sjálfstæðisflokksins.
Í greininni fer Viljhjálmur yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjármálakerfinu til þessa dags.
Í greininni bendir Vilhjálmur á að bankakerfið hafi notið trausts enda hafi það verið byggt upp af heiðarleika og trúnaði þrátt fyrir að vera í eigu ríkisins.
„Íslenska bankakerfið var glæpavætt við einkavæðingu þess. heiðarlegt íhaldssamt bankakefi í ríkiseigu var einkavætt og með einkavæðingu hvarf allt eigið fé úr kerfinu vegna beinna lána og innbyrðis lána til kaupa á hlutafé í bönkunum,“ segir Vilhjálmur meðal annars í grein sinni.
Vilhjálmur bendir á að þeir sem „keyptu“ bankanna hafi ekki lagt neitt til en uppskorið ríkulega.„Saklaus almenningur vildi eiga örlítið í sínum banka og borgaði með sínum peningum fyrir sitt hlutafé, og lífeyrissjóðirnnir, sem eru sameign sjóðsfélaga. Þeir, sem höfðu forystu í glæpavæðingunni, lögðu ekkert fram, en uppskráu ríkulega ef þeir komustað kötlunum Þar sem kaupaukum var dreift, vegna „frammistöðu.“ Frammistaðan var aldrei annað en sjónhverfing,„ segir Vilhjálmur ennfremur í grein sinni í dag.