Það vakti athygli þegar múslímar settu merki Íslensku þjóðfylkingarinnar á turn sem staðsettur er við mosku í Öskjuhlíðinni.
Þjóðfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að banna moskur og kóranskóla en svo virðist sem slíkur skóli sé starfræktur í húsnæðinu að mati Þjóðfylkingarinnar.
Á vef Þjóðfylkingarinnar er því haldið fram að múslímar hafi ekki áttað sig á því að í merkinu er kristinn kross en þegar menn hafi áttað sig á því hafi merkið verið snarlega fjarlægt.
Nú birtist bara merki Reykjavíkurborgar á turninum.
Mynd; vefur Íslensku þjóðfylkingarinnar x-e.is