Þau gleðilegu tíðindi birtast í fjölmiðlum að ríkisstjórnin ætlar að spýta í lófana og bæta við milljarða króna í viðhald vega næsta áratug. Ekki veitir af því að áætlað er að það kosti hátt í 300 milljarða króna að koma vegakerfinu í sómasamlegt ástand. Samgönguráðherrar hafa gælt við að leggja sérstaka vegatolla til að flýta fyrir en þarf þess? Er bílaflotinn ekki ofurskattlagður?
Bíllinn er skattkú íslenska ríkisins
Í nýlegri grein frá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda kemur fram að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs vegna eldsneytisskatta muni hækka á næsta ári um 2.775 milljónir króna sem er 10,9% tekjuaukning samanborið við fjárlögin fyrir 2017. Þarna er um að ræða vörugjald og sérstakt vörugjald af bensíni og olíugjald af dísilolíu sem eiga að skila 28.240 milljónum króna í tekjur árið 2018.
Í frétt hjá Kjarnanum þann 6. júní 2017 kemur fram að ríkið fékk 44 miljarða króna vegna vöru- og kolefnisgjalda á eldsneyti, bifreiðagjalds og vörugjalda af ökutækjum árið 2016. Heildarframlag ríkissjóðs til Vegagerðarinnar var hins vegar 25,1 milljarður króna, eða 57 prósent af ofangreindum tekjum ríkisins.
Í grein frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda þann 12 . júlí 2016 segir að yfir 63 milljarðar króna fari í skatta á bíleigendur en aðeins um 12 milljörðum króna varið til viðhalds og lagningar vega. Svona hefur þetta verið lengi, litið á bíleigendur sem forréttindafólk og þeir ofurskattlagðir. Það væri nú svo sem í lagi ef allir þessir fjármunir rynnu í vegakerfið en svo er ekki.
Bágborið ástand vega á Íslandi
Bíleigandinn þarf ekki að keyra langt áður en hann finnur fyrir slæmu vegástandi þjóðvegana og ekki er ástandið betra á höfuðborgarsvæðinu. Óteljandi dekk hafa sprungið hjá bíleigendum vegna hola í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins nú í vetur og mega nágrannasveitarfélög Reykjavíkurborgar einnig girða sig í brók í þessum málum.
Einn hættulegasti vegkafli á landinu er Reykjanesbrautin, á kaflanum hjá Álverinu í Straumsvík og að Engidal, Hafnarfirði. Nú síðast í dag varð alvarlegt slys í brekkunni hjá kirkjugarði Hafnarfjarðar. Þarna er vegkaflinn einbreiður 1 + 1 vegur, sem er slæmt út af fyrir sig en verra er að vegurinn er ónýtur, þ.e.a.s. malbikið minnir meira á járnbrautalestabrautir en veg vegna rása. Búið er að undirbúa jarðveginn fyrir breikkun vegarins í 2 + 2, þannig að þetta ætti ekki að vera kostnaðarsamt og ætti að vera forgangsverkefni ríkisvaldsins að ráðast í þessar framkvæmdir. Milljónir erlendra og innlendra ferðamanna fara um þennan vegkafla árlega og er ástand hans Íslendingum til vansa. Einnig ætti að bæta við akreinum á vegkaflanum Kaplakriki til Engidals án mikils kostnaðar. Þetta tvennt myndi losa um umferðatappana að nokkru leyti, sem myndast þarna síðdegis og á morgnana.
Flestir þeirra 2-3 milljóna erlendra ferðamanna, og þá eru Íslendingar ekki meðtaldir, leggja leið sína um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Vegurinn í gegnum þjóðgarðinn er vægast sagt í slæmu ástandi og minnir ástand hans meira á rallýbílaveg en þjóðveg. Heyrst hefur að það sé með vilja gert að hafa veginn bugóttan, til að draga úr hraða og fjölda þeirra sem leggja leið sína þangað en um leið verður hann hættulegri og eykur líkur á árekstrum og slysum. Það er alveg sama þótt vegurinn er illa lagður eða í slæmu ástandi, ekki er hægt að koma í veg fyrir að fólk leggi leið sína um þjóðgarðinn enda á ekki að gera það. Þetta er helgasti og söguríkasti staður Íslands og tryggja verður aðgengið að honum.
Vegurinn að Gullfoss og Geysir er kapituli út af fyrir sig og ástand hans spyrst út um víða veröld með þeim erlendum ferðamönnum sem fara þarna um og hafa borgað dýrum dómum fyrir ,,upplifun sína“ af landi og þjóð.
Vegkaflinn milli Reykjavíkur og Hveragerðis hefur batnað en enn eru langir kafla 1+1 eins og sjá má á vegkaflanum hjá Rauðhólum og annars staðar og enn er vegkaflinn milli Hveragerðis og Selfoss 1+1 vegur og fyrirhugaði brúin yfir Ölfus er enn óbyggð.
Svona má lengi telja og er þessi vanræksla ótrúleg í ljósi þess að Ísland hefur viðurværi sitt fyrst og fremst af ferðamönnum, síðan af sjávarútvegi og loks af stóriðnaði.
Reynsla annarra þjóða af samgöngumálum
Ef litið er út fyrir landsteina og reynt að draga lærdóm af reynslu annarra, þá kemur í ljós að í Bandaríkjunum hafa innviðirnir verið vanræktir og þar eru þjóðvegirnir ekki undanskildir. Ef vegirnir þar eru bornir saman við bestu þjóðvegi heims, sem eru hinu þýsku hraðbrautir – Autobahn – vegakerfið, þá er himinn og haf þar á milli í gæðum vegkerfana.
Ein staðreyndin sem allir vita um er að á þýsku hraðbrautunum getur maður keyrt mjög hratt og sum staðar eins hratt og hægt er og ástæðan er einföld, vegirnir er vel hannaðir og þola hátt í 300 km hámarkshraða. Svo er ekki fyrir að fara í Bandaríkjunum og þar er hámarkshraðinn 85 mílur á klst. (137 km/klst)..
Þýska ökumenn eru sérstaklega góðir vegna strangs leyfisprófunarkerfis í samanburði við Bandaríkin. Hér á Íslandi hefur ökukennsla batnað til muna en enn vantar ökugerði sem þjálfa ökuleikni nýrra ökumanna.
Í Þýskalandi eru vegirnir mjög vel viðhaldnir. Til að mæta meiri hraða umferðar eru vegfletir hraðbrautana – Autobahn – uppbyggðir með mörgum lögum af steypu. Hraðbrautir eru einnig rannsakaðar reglulega til að finna galla í vegunum eða skemmdum. Ef eitthvað finnst er allt svæðið kringum skemmda hluta vegarins skiptur út. Á Íslandi er slitlag malbiks og klæðninga þynnra en gengur og gerist í Evrópu. Þeir slitna því fyrr og efnið sem notað, er hreinlega ekki nógu sterkt til að þola umferð bíla á nagladekkjum. Þarna er verið að spara aurinn og eyða krónunni. Annað er að vegöxlar eru sumstaðar ekki til staðar og því getur verið lífshættulegt að gera smá mistök í akstri, því að ökumaður er strax kominn út af vegi og í skurð eða móa.
Að hleypa framúr til vinstri, á hægri akrein, er regla sem er stranglega framfylgd í Þýskalandi. Ökumaður sem er á hægri akrein, hefur stefnuljósin á allan tímann sem hann ætlar að aka hraðar enn umferðin sem er fyrir. Hér á Íslandi nota ökumenn aðeins stefnuljós (ef þeir nenna því) ef þeir ætla að skipta um akrein, en aldrei til að krefjast framúraksturs á hægri akrein. Hver kannast ekki við að lenda á eftir ökumanni í farsíma á hægri akrein og á litlum hraða sem veldur töfum?
Á hraðbrautinni, eins og er á flestum vegum í Bandaríkjunum, er vinstri akreinin einnig framúraksturakrein. Helstu munurinn á þessum tveimur löndum er sú að í Þýskalandi virða ökumenn raunverulega þessa reglu. Í Bandaríkjunum gerist það sjaldan. Vegna þess að Þjóðverjar leggja svo mikla á þessa reglu, getur umferð flætt miklu meira frjálslega á þjóðvegum þeirra.
Bílar í Þýskalandi þurfa að fara í reglubundnar og ítarlegar skoðanir til að tryggja að þeir séu öruggir til notkunar á vegum. Þessar skoðanir hjálpa til við að takmarka fjölda hættulegra bíla, sem koma í veg fyrir tjón á bílum og slysum á farþegum og ökumönnum. Skoðanir í sumum fylkjum Bandaríkjunum eru ekki upp á marga fiska og hreinn brandari miðað við hvaða þýska bílar fara í gegnum. Þýskaland hefur landsbundna staðla en bifreiðaeftirlit er mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna. Hér landi er bifreiðaeftirlitið til fyrirmyndar en áhyggjur veldur hár aldur bílaflotans sem gerir hann þar með hættulegri á vegum landsins. Gamlir bílar hafa t.a.m. ekki nýjasta öryggisbúnaðinn og getur verið stórkostlegur munur á öryggisbúnaði nýrra bíla og 15 ára gamla.
Lögreglan sést sjaldan á hraðbrautum Þýskalands. Þegar menn sjá lögreglubíla í Bandaríkjunum, verða þeir kvíðnir – jafnvel þótt þeir séu ekki að gera neitt ólöglegt. Sem betur fer er það eitthvað sem ökumaður þarft sjaldan að hafa áhyggjur af meðan hann ekur um Autobahn. Það er sjaldgæft að sjá þýska lögregluna (Polizei) á Autobahn. Og ef þú sérð hana, þá hefur þú líklega ekki mikið að hafa áhyggjur af. Nema þú sért að stunda hraðakstur þar sem eru hraðatakmarkanir eða að gera eitthvað annað ólöglegt. Hér á landi sést lögreglan sjaldan á þjóðvegunum, ekki samt af sömu ástæðu og í Þýskalandi, heldur vegna niðurskurðar fjármagns til löggæslu og er það verr. Koma mætti fyrir mörg slysin ef umferðaeftirlit væri meira.
Fylgt er strangt eftir að menn aki ekki í ,,skotinu“ á næsta bíl. Það eru kannski ekki margar lögreglubifreiðar á hraðbrautum Þýskalands, en ef ökumaður er staðinn að því að gera það, þá getur hann vænst að fá um 50 þúsund króna sekt. Í Bandaríkjunum og Íslandi er þetta ekki talið mikið mál og ekki fylgt eftir og afleiðingin er fjöldi aftaná árekstrar.
Þarf ríkisvaldið ekki að bæta enn betur í? Er það ekki hagkvæmt ef litið er á málið frá öllum sjónarhornum? Í fækkun slysa og tjóna sem hlaupa á milljörðum árlega? Eigum við ekki að miða okkur við þá bestu í heimi – þá þýsku?