Fréttablaðið flokkar hatursorðræðu sem grín: Ekki sama Jón og séra Jón

Það hefur vakið eftirtekt að Fréttablaðið setur upp stóra fyrirsögn þar sem athæfi leikkonu nokkurrar í leikhópnum Lotta er flokkað sem grín. Leikkonan lét afar hatursfull ummæli falla um íbúa á landsbyggðinni, nánar tekið íbúa Kópaskers og Raufarhafnar. Eftir að leikkonan gerði sér grein fyrir hversu hatursfull ummælin eru og hversu alvarlega þeim er tekið snéri hún blaðinu við og vill nú meina að þau hafi verið grín. 

Það virðist ritstjórn Fréttablaðsins taka gott og gilt og ver leikkonuna með fyrirsögn þar sem sagt er að ummælin hafi bara verið grín.

Ógeðfelldar hótanir

Leikkonunni hafa borist ógeðfelldar hótanir um líkamsmeiðingar og jafnvel hótað lífláti. Leikkonan hefur sagt að hún muni kæra þær hótanir.

En það hefur vakið athygli margra að Fréttablaðið tekur upp hanskann fyrir leikkonuna með því að setja í fyrirsögn sína að málið hafi verið grín.

Það er athyglisvert í því ljósi að hatursorðræða hefur ákaft verið gagnrýnd í pistlum fréttamanna blaðsins og leiðurum þess.

Því spyrja margir hvort það skipti máli hver segir hvað, hver maðurinn eða konan er að mati Fréttablaðsins? 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR