Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í djúpum skít

Þetta eru stór orð en lítum á hvað hún hefur gert þegar neyðarástand hefur skollið á síðastliðna áratugi. Stofnunin  er með afbrigðilegan feril gagnvart fyrri alheimsfarsóttir, allt frá SARS, til H1N1 flensu og ebólu. Í kjölfar ebólufaraldsins árið 2014 skrifaði Ashish Jha, forstöðumaður Harvard Global Health Institute, um vaxandi tortryggni gagnvart Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna þess að stofnunin „bregst þegar heimurinn þarfnast hennar mest.“ Hún bregst seint og illa við.

Og hvernig er fjármunum eytt? Lítum á hvernig WHO eyðir peningum sínum. Aðeins 4 prósent fara í læknabirgðir, en tvöfalt sú upphæð fer í flugsamgöngur og 10 sinnum meira í laun og frítekjur. Stofnunin er uppblásin skrifræðisstofnun þar sem allt er undirlagt skriffinnsku sem er meðal annars ein af ástæðum þess hversu illa henni gengur að ráða við heimsfaraldra.

Stofnunin eyðir hundruðum milljóna dollara á ári í fundi, ferðalög í viðskiptafarrými flugvéla og fjögurra stjörnu hótel og  hún fetar ekki fingur út í þegar yfirmenn fara „með vinkonum í tilbúin verkefni,“ samkvæmt rannsókn AP-fréttastofunnar.

Það mái rugla WHO við Rauða krossinn, lækna án landamæra eða aðrar stofnanir sem veita sjúka umönnun. Á sunnudaginn lagði þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Robert O’Brien, til að Bandaríkjamenn myndu færa stuðning sinn yfir í slíka framlínuþjónustu.

Í síðustu opinberunum AP-fréttastofunnar eru helstu starfsmenn WHO teknir upp í upptökutækjum þar sem þeir ræða á bak við luktar dyr hvernig Kína reyndi að leyna kórónuveirunni en opinberlega lofaði stofnunin Kína fyrir gagnsæi.

Kína hafði kortlagt erfðafræðilega gerð veirunnar fyrir 2. janúar. En kommúnistastjórnin í Kína hélt þessum upplýsingum leyndum þar til 11. janúar. Þegar Kína lokaði borgina Wuhan höfðu um 5 milljónir íbúa flúið og báru sjúkdóminn um allan heim. Er ekki tími til að Íslendingar endurskoði þátttöku sína í slíkum samtökum?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR