Guðmundur Franklín segist hafa fengið hótanir eftir gott gengi í skoðanakönnun

„Ég hef fengið allskonar skrítna pósta og jafnvel dulbúnar hótanir“ segir Guðmundur Franklín Jónsson á fésbók sinni. Guðmundur hefur lýst yfir framboði til forseta og virðist framboðið fara í taugarnar á íslensku elítunni að sögn Guðmundar.

„Þessi litla 1800 manna könnun virðist hafa fengið elítuna til þess að titra og skjálfa á beinunum. Ég hef fengið allskonar skrítna pósta og jafnvel dulbúnar hótanir. 

Sumir gerast svo grófir að koma inn á vegginn minn sem er opinn fyrir alla og segja ljót og niðrandi orð um mig, af því að ég dirfðist að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands og með þá áherslu að berjast gegn spillingu og koma með hugmyndir af efnahagslausnum fyrir þjóðina. 

Elítan vill ekki breytingar, hún vill áfram fá að skammta sér sjálf af almannafé. Elítan þolir ekki utanaðkomandi afskipti eins og mín. Ég er partur af þögla meirihutanum sem vill stoppa þessa spillingu og sóun á almannafé. Deilið þessari könnun aftur og aftur þangað til við fáum nýja :-)“

Í könnun Reykjavík síðdegis fær Guðmundur Franklín 35,1% sem virðist gefa einhverjum tilefni til að senda Guðmundi hótanir í pósti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR