Eigandi veitingastaðar á Jótlandi er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti maðurinn þar um slóðir til að fá sekt fyrir að brjóta samkomubannið.
Algjört bann er við því að hafa veitingastaði og skyndibitastaði opna. Þegar lögreglan kom á staðinn, sem er á Henne strönd, voru fimm gestir þar inni og var verið að þjónusta gestina með mat og drykk á barnum.
Eigandinn fékk umsvifalaust sekt og var gestunum þegar í stað vísað út af staðnum.
Veitingahúsaeigandinn fékk svo auka sekt fyrir að gefa lögreglunni „fuck“ fingurin.