Drög að frumvarpi um að koma í veg fyrir að bankar geti notað innlán í glæfralegum tilgangi á fjárfestingamörkuðum hefur verið birt á samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Í frumvarpinu er Fjármálaeftirlitinu gefin meiri völd til að takmarka viðtöku viðskiptabanka og sparisjóða á innlánum, óháð því hvort þeir teljist kerfislega mikilvægir.
Í tilkynningu frá Efnahags- og fjármálaráðuneytinu eru innlán viðskiptavina bankanna kölluð „hrávara“ af einhverjum ástæðum.
Veittur er frestur til 7. mars til að veita umsögn um málið.
Nánar má sjá hér fréttatilkynningu um frumvarpið.