Eins og við sögðum frá fyrr í dag er dagurinn á danska hlutabréfamarkaðnum einn sá „blóðugasti“ í mörg ár.
Hlutabréfavísitalan féll um 3,8 prósent og sló þar með nýtt met. Það var árið 2018 þegar vísitalan féll um 3,73 prósent.
Mikill og vaxandi ótti er nú meðal fjárfesta að veiran sé ekki núna bara aðallega einskorðuð við -og vandamál Kína heldur sé hún að verða alvöru alheimsvandamál. Fjárfestar telja sig sjá merki um að veiran sé eins og hringir frá steini sem fleygt er í tjörn, muni breiðast skipulega út næstu vikur.
Ekki bara fall á danska hlutabréfamarkaðinum
En það var ekki bara blóðbað á danska markaðnum í dag. Aðrir markaðir í Evrópu og Ameríku fengu líka sinn skell. Ameríska kauphöllinn hefur reyndar verið á niðurleið síðustu 3 daga. Það er óhætt að segja veiran sé að breiða úr sér líka í kauphöllum heimsins og miðað við síðustu fréttir af hraðri útbreiðslu veirunnar er ekki allt búið enn hjá taugaveikluðum fjárfestum.