Ræktar fólk sitt eigið kjöt í framtíðinni?

Tilraunir með ræktun kjöts á rannsóknarstofu í Noregi hefur gefið góða raun. Ræktunin er bæði einföld og ódýr. Fari allt á besta veg gæti þetta gert nautgriparæktun óþarfa í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag.

Kjöt framtíðarinnar yrði þá líka bæði hollara og ódýrata. 

Eitt kjötstykki yrði að mörg þúsund kílóum

Bjartsýnustu menn telja að eitt gramm af vöðva í ræktun geti skilað 10.000 pundum af kjöti segir í umfjöllun nrkp3 um málið. Framleiðslan fer þannig fram að stofnfrumur úr nautakjöti eru teknar og ræktaðar frekar í tilraunaglasi. 

Frumurnar eru skornar úr kjötinu og síðan geymdar í hitaskáp. Þá eru frumurnar stöðugt kannaðar með það hvernig þeim gengur og hvort þær framleiða jafn mikla orku.

„Markmiðið er að fá heilbrigðari og ódýrari hamborgara án þess að þurfa að slátra dýrum,“ segir Sissel Rønning ein af þeim vísindamönnum sem standa fyrir rannsókninni.

Mun draga úr hefðbundinni kjötframleiðslu

Í Noregi er yfir 300.000 nautgripum slátrað á ári hverju. Tæplega 2 af 3 eru eingöngu ætlaðir til kjötframleiðslu.

Starf Rooning er að rækta mikið af kjöti úr einum kjötstykki. Takist henni það geta menn borðað kjöt í framtíðinni án þess að slátra dýrum.

Vísindamaðurinn Sissel Rønning telur að það sé óþarfi að slátra svo mörgum dýrum. Þess vegna reynir hún að finna lausn í tækninni.


Lítur út eins og rauður krapi 

Snúm okkur aftur að stóra glasinu með bleika vökvanum. Vökvinn kemur frá vöðvasýnum úr raunverulegu kjötstykki. Lítil vél snertir það allan tímann. Ef vélin stöðvast lækkar próteinið í „vökvanum“. Ef þú sýgur út allan safann, verður eftir eitthvað sem lítur út eins og rauður krapi, samkvæmt Rønning. Þú getur blandað rauðu krapinu í hamborgara.


„Ef þú ræktar kjöt geturðu í framtíðinni hannað matvöru inniheldur aðeins það góða úr kjöti. Þá geturðu byggt fullkominn borgara sem drepur ekki dýr, er ódýrari og heilbrigðari, segir,“ hún. Það er markmið hennar.


Ætlar að rannsaka umhverfisvænni kjöt

Mér líður ekki eins og ég sé að bjarga heiminum, en kannski get ég hjálpað til við að gera hann betri í framtíðinni, segir Rønning. Rautt kjöt nemur allt að einum af hverjum tíu af allri hlýnun jarðar af mannavöldum. Þetta samsvarar losun allra bíla heimsins.


Vísindakonan segir að einfaldasta málið sé að enginn borði kjöt, en hún heldur að það sé óraunhæft. „Við verðum að reyna að draga úr mikilli fjölgun dýra. Ekki er þörf á 1,5 milljarði kúa,“ segir hún.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR