„Ég hata trúarbrögð, í kóraninum er bara boðað hatur. Íslam er skítt, það er það sem mér finnst.“
Þessi orð lét hin 16 ára Mila frá falla 18. janúar á Instagram og í dag er hún og fjölskylda hennar undir ströngu eftirliti frönsku lögreglunnar.
Ummælin höfðu ekki verið lengi á netinu þegar allt varð hreinlega vitlaust.
Milu og fjölskyldu hennar fóru að berast hatursfull boð þar sem henni var hótað nauðgun, limlestingum, lífláti. Málið hefur valdið miklum deilum í Frakklandi og deilt er hart um hvort og þá hvaða mörk séu á tjáningarfrelsinu.
Stjórnmálafræðingar sem danska ríkisútvarpið hefur talað við vegna málsins eru á einu máli um að Mila hafi ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsins því hún gagnrýni í raun hugmyndafræði trúarbragða en ekki múslíma sem slíka. Viðlíka ummæli hafi verð látin falla um gyðingdóm og kristin trúarbrögð.
Mila segir í samtali við franska fjölmiðla að hún sjái ekki eftir neinu, hún standi við orð sín.