35 látnir á sama elliheimilinu í Kirkland: Meðalaldur smitaðra í Danmörku 58 ár

Elliheimili í Kirkland í Seattle hefur orðið illa úti vegna kórónaveirunnar. 

Bandaríksstjórnvöld hafa staðfest að hægt er að rekja 129 tilfelli af smitum til elliheimila þar í landi. Smitberarnir voru starfsmenn. 

Í gær létust fimm manneskjur úr kórónaveirunni á elliheimilinu í Kirkland og eru dauðsföllin þá orðin 35. Það er helmingur af öllum dauðsföllum í Whasington ríki. Þeir sem hafa smitast á elliheimilum í Bandaríkjunum er á aldrinum frá 54 ára til 100 ára eftir því sem Los Angeles Times greinir frá. 

Ítölsk yfirvöld segja að rannsókn þar í landi hafi leitt í ljós að  af 355 látnum úr kónónaveirunni, sem krufðir voru, hafi 352 látist úr undirliggjandi sjúkdómum. 

Dönsk yfirvöld hafa gefið út að samkvæmt þeirra tölfræði er meðalaldur þeirra sem smitast hafa 58 ár. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR