100.000 þurfa að sjóða allt neysluvatn

Coliform bakteríur hafa fundist í drykkjarvatninu í Frederiksberg sveitarfélaginu í Danmörku og því eru allir borgarar hvattir til að sjóða vatnið. Tilmælin eiga við fyrir yfir 100.000 borgara og ekki er enn vitað hvenær vandamálið verður leyst.

– Við vinnum allan sólarhringinn þar til við höfum fundið uppruna og notum allar þær aðferðir sem við höfum. Við munum opna fyrir þær vatnsæðar sem við teljum bakterufríar eins fljótt og við getum, en ekki fyrr en við erum alveg viss um að við höfum leyst vandamálið, segir forstjóri vatnsveitunar í Frederiksberg Rasmus Sielemann Christensen.

Coliform bakteríur finnast venjulega í yfirborðsvatni og það er það sem hefur borist inn í vatnskerfið. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á hvort e-coli bakteríur finnist, sem eiga uppruna í hægðum frá dýrum og mönnum, en þær hafa ekki fundist.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR