Vonar að Róbert Spanó drukkni ekki í drullupytt Tyrkja: Þingkona kommúnista fagnar heimsókninni

Róbert Spanó hefur hlotið harða gagnrýni úr mörgum áttum vegna blíðuatlota sinna við mannréttindabrjótinn Erdogan, Tyrklands forseta.

Þeir sem hafa látið mannréttindadómarann heyra það hér á landi hafa ekki vandað honum kveðjurnar svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem gagnrýndi hann harðlega fyrir heimsóknina til Erdogans.

Nú bætist Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrum hæstaréttardómari við. Í grein í Morgunblaðinu í morgun gefur hann lítið fyrir skýringar Róberts um að hefð hafi ráðið því að hann fór og heimsótti fantinn Erdogan og tók auðmjúkur við heiðursnafnbót frá skóla sem ofsótti og rak kennara sem gagnrýnt höfðu Erdogan eða voru grunaðir um að hafa gert það.

Í lok greinar sinnar í Morgunblaðinu segir Jón Steinar:

„Það er auðvitað forsmán ef dómarar við dómstólinn eru svo hégómalegir að vilja þiggja svona viðurkenningar fremur en afþakka þær í þágu þeirra hagsmuna sem þeim hefur verið trúað fyrir að gæta í þágu almennra borgara í aðildarríkjum að dómstólnum. Það er sorglegt að íslenski dómarinn við dómstólinn skuli falla á kaf í þennan pytt.

Vonandi drukknar hann ekki.“

Á sama tíma fagnaði Rósa Björk Brynjólfsdóttir heimsókn Róberts í faðm Erdogans í viðtali við RÚV í gær. Rósa er þingmaður kommúnistaflokksins Vinstri-græn og er einnig formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins. Ummæli hennar eru dæmigerð fyrir fólk á vinstri væng stjórnmálana en það hefur þá barnalegu skoðun að hægt sé að rökræða við öfgamann eins og Erdogan um mannréttindi.

Í viðtalinu sagði Rósa:

„Ég tel það vera eðlilega ákvörðun hjá yfirstjórn Mannréttindadómstóls Evrópu að þiggja boðið til Tyrklands og eiga þer hispurslausar samræður við forseta Tyrklands, Erdogan, um mannréttindi, lýðræði og lög og reglur,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR