Vinsældir Donalds Trumps aldrei meiri í miðjum heimsfaraldri

Vinsældir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafa sjaldan eða aldrei verið hærri en um þessar mundir. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fox News sem gerð var nýverið en þar er frammistaða forsetans og Bandaríkjaþings gagnvart kórónuveirufaraldrinum metin.

Helstu áhyggju bandarískra borgara er útbreiðsla veirunnar og það að smitast persónulega en 49% þeirra eru ánægðir með störf Donalds Trumps sem forseta í þessum faraldri.Það er hækkun frá 48 prósent fyrir tveimur vikum og 47 prósent í lok febrúar.

Fjörutíu og níu prósent kjósenda er óánægðir og eru það aðeins í þriðja sinn sem skoðanakönnun Fox News gefur til kynna að færri en helmingur meti hann neikvætt.

Áttatíu og níu prósent repúblikana eru ánægðir með störf Trumps sem er ekki langt frá meti hans sem er 91 prósent í janúar mánuði síðastliðnum. Að auki, er ánægðan meðal kvenna, demókrata, hvítra og hvítra evangelískra kristinna manna, með hæsta móti síðan hann komst til valda.

Ánægja kjósenda gagnvart Bandaríkjaþingi hefur einnig aukist. Um 35% þeirra eru ánægð með störf þess, upp um fjögur prósentu stig síðan í mars og upp níu prósentustig síðan seint í febrúar.

Þegar þeir svöruðu spurningum varðandi heimsfaraldurinn var 51 prósent ánægt með aðgerðir Donalds Trumps. En það er Dr. Anthony Fauci sem fær bestu einkunn þeirra sem spurðir voru, þar sem 80 prósent voru ánægð, en 62 prósent með störf Dr. Deborah Birx og 52 prósent Mike Pence varaforseta.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR