Vill frekar nota orðið „fáfræðisvandi“

Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður (F) sagði í umræðum í dag um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala að orðið fráflæðisvandi sem notað hefur verið um vanda Landspítalans væri ljótt orð og svelgdist honum á þegar hann reyndi að bera fram orðið. „Ég get varla borið fram þetta orð það er svo ljótt,“ sagði þingmaðurinn. 

Hann sagði að frekar eigi að nota orðið „fáfræðisvandi“ enda væri það vandamálið heimfært upp á ríkisstjórnina sem vissi ekkert í sinn haus þegar kæmi að málefnum Landspítalans. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR