Viðvörun til breskra heimilislækna: Sjaldgæfur sjúkdómur í börnum sem gæti tengst kórónaveirunni

Breskum heimilislæknum hefur borist viðvörun vegna  óvenjulegs sjúkdóms sem virðist hrjá börn og jafnvel er talið að geti tengst kórónaveirunni. Aðvörunin kemur frá gjörgæslulæknum sem hafa meðhöndlað alvarlega veik börn með óvenjuleg einkenni. Einkenninn eru innvortisbólgur og fygir þeim flensulík einkenni. Sum börnin hafa verið greind með kórónaveiruna en ekki öll. Sjúklingarnir eru börn en þó á mismunandi aldri. Einkennum svipar einnig til eitrunarviðbragða sem fela í sér háan hita, lágan blóðþrýsting, útbort og öndunarerfiðleika. Sumir voru einnig með einkenni frá meltingarvegi – kviðverkir, uppköst eða niðurgangur – og hjartabólga, auk óeðlilegra niðurstaðna í blóðrannsóknum.

Sérfræðingar segja að þetta séu merkin sem sjást þegar líkaminn verður ofviða þar sem hann reynir að berjast gegn sýkingu. Dr. Nazima Pathan, ráðgjafi hjá gjörgæslu barna í Cambridge, sagði að samstarfsmenn á Spáni og á Ítalíu hefðu greint frá sambærilegum tilvikum: „Sum barnanna virðast hafa fengið veikindi og útbrot af völdum ígerðar áfalls eða einhverskonar eitrunarheilkenni. BBC fjallar um málið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR