Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri virkjuð

Alþingið hefur tilkynnt að viðbragðsáætlun við COVID-19 faraldrinum hefur verið virkjuð. Í fréttatilkynningunni segir: ,,Við gerð áætlunarinnar var stuðst við landsáætlun Almannavarna um heimsfaraldur. Áætlunin miðar að því að lágmarka áhrif heimsfaraldurs á starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins og tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð ef til slíks faraldurs kemur.

Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunarinnar er í höndum skrifstofustjóra Alþingis, en ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda, breytingum á eða brottfalli starfsáætlunar tekur forseti Alþingis í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR