Klúður hjá Orkuveitunni? Víða þrýstingsfall á heitu vatni eftir stóru aðgerðina hjá Orkuveitunni

Orkuveitan réðst í stóra aðgerð sem átti að tryggja öryggi á flutningi á heitu vatni til viðskiptavina OR. Ekki virðist hafa tekist betur til en svo að þrýstingur hefur fallið á mörgum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum skinna.is hefur rignt yfir OR kvörtunum vegna þrýstingsfalls á heitu vatni á fjölmörgum stöðum um allt höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt sömu heimildum telur OR vandamálið ekki vera alvarlegt. Vandamálið mun að mati OR vera það að síur hafi af einhverjum ástæðum stíflast í inntaki heimila eftir stóru aðgerðina sem tengdi heimili við virkjanir á Hellisheiði og Nesjavöllum. Þannig átti að „framlengja líf lághitasvæðisins til langrar framtíðar,“ eins og það var orðað í tilkynningu frá Veitum sem eru í eigu OR.

Spurningin er hvort það hafi klúðrast? Viðgerðarmenn á vegur OR munu nú vera á þönum um höfuðborgarsvæðið til að hreinsa síur og sífellt lengist í biðtíma þeirra sem þurfa að fá til sín skoðunarmann eða viðgerðarmann frá Orkuveitunni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR