Verðbólga hækkar í ríkjum ESB

Það er orðið dýrara að eyða peningum – almennt. Verðbólga mælist nú sú hæsta í ESB löndum og hefur ekki verið hærri í nokkur ár.

Þetta sýna til dæmis tölur frá Danmörku. Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig þróun verðbólgu hefur verið þar í landi frá október 2019.

Verðbólga í Danmörku jókst í september í 2,4 prósent úr 1,8 prósent í ágúst.

Drifkraftur þróunarinnar er hækkandi orkuverð. En jafnvel án þess hefur verðbólga aukist.

Kjarnaverðbólga – sem er án orku og óunninna matvæla – hækkaði í 1,4 prósent úr 0,9 í september.

Sama mynd kemur upp um alla Evrópu þar sem verðbólga er enn meiri og hefur hækkað úr 3,2 prósentum í ágúst í 3,6 í september.

ESB sinnar hér á landi hafa meðal annars haldið því fram að með inngöngu Íslands í sambandið muni nánast engin verðbólga verða hér á landi og oft má skilja á þeim að ESB sé ónæmt fyrir verðbólgu og verðlangsbreytingum. En eins og sjá má að þeim verðbólgutölum sem nú berast frá ríkjum ESB þá eru þau ekkert frekar ónæm fyrir verðbólgu en önnur ríki sem ekki eru í ESB.

Myndrit: Danmarks Statistik/dr.dk

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR