Veiran hefur borist inn á elliheimili í Noregi og Svíþjóð: 70 starfsmenn í sóttkví í Osló

Kórónaveiran hefur borist inn á elliheimili í Noregi og Svíþjóð.

Ein manneskja hefur verið greind með veiruna í Svíþjóð og hefur hún verið sett í sóttkví. Smitið kom upp á deild í bænum Mölndals og eru 14 aðrir á sömu deild. 

Talið er að manneskjan hafi smitast af starfsmanni. Aðrir vistmenn hafa verið upplýstir um smitið og óskaði fólkið sjálft eftir að einangra sig í herbergjum sínum. Aðir vistmenn hafa ekki verið skannaðir þar sem engin þeirra hefur sýnt einkenni. 

Í Noregi kom upp smit á elliheimili í Osló og lést vistmaðurinn á laugardagsnótt á elliheimilinu Ellingsrudhjemmet. Tveir aðrir eru smitaðir en verið er að rekja hvaðan smitið hefur komið. Sjö starfsmenn heimilisins voru settir í sóttkví en samtals eru um 70 starfsmenn elliheimila í Osló í sóttkví.

Það sem heilbrigðisyfirvöld óttast mest núna fyrir utan að fleiri smit finnist er að skortur verði á starfsmönnum á elliheimilum ef þarf að setja fleiri í sóttkví. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR