Danska veðurstofan hefur sent út viðvörum vegna komandi hitabylgju um allt land næstu daga. Í tilkynningu frá veðurstofunni er talað um hættulegt veður og að börn og aldraðir skuli fara sérstaklega varlega.
Danir hafa ekki fengið neitt sérstakt sumar og hiti ekki oft náð tuttugu gráðum. Í umfjöllun DR er talað um að í júlí sé einungis hægt að tala um tvo alvöru sumardaga þar sem hitinn rétt skreið yfir 25 gráður.
En næstu dagar verða öðruvísi og búast má við að hitinn fari vel yfir 30 gráður og jafnvel meira á stöku stað.
Í ráðleggingum veðurstofunnar er tekið sérstaklega fram að hringja skuli strax í 112 ef fólk verður vart við að aðrir í kring um það séu að missa meðvitund.