Um stjórn og kyn

Nýlega kom hann Arnar Pétursson fyrir í hlaðvarpinu 24/7 þar sem að hann tjáði sig um málefni kvenna og uppsetningu stjórnvalda út frá sjónarhorni kvenna.

Arnar sér svo fyrir að eina leiðin til að skapa jafnt samfélag sem höfðar til kvenna og passar upp á réttindi þeirra og hag er að mynda stjórn samansett einungis af konum. Karlar eiga þar með ekki að tjá sig um málefni kvenna né að setja lög sem hafa áhrif á hag kvenna. Einungis konur eru hæfar til að hugsa um hag kvenna. (spurning með þetta orðalag: mætti skilja þannig að aðeins konur geta unnið/verið fyrirvinnur fyrir konur).

Slík heimssýn virðist rótgrónari í samfélaginu en maður mætti áætla, ekki þá þing alfarið samansett af konum, heldur sú sýn að konur og karlar séu tveir ólíkir hópar í samfélaginu sem hafa ólíka hagsmuni að gæta. Konur sjá um sína hagsmuni og virðast karlmenn óhæfir að setja sig í spor kvenna og eða gæta að þeirra hag. Lítið er rætt um hag karla enda er heimsýnin sú að karlar hafa öll völdin og því er samfélagið alfarið háttað þeim. Er slík sýn raunin? Eru kynin tvær ólíkar stéttir sem eiga enga veraldlega samleið og þurfa því að vera í sífellum átökum um völd svo að ein stéttin getur hlotið sömu hagsmuni og hin?

Myndu kvenmenn fyrri tíðar vera sammála þessu? Væri í alvörunni rökrétt að áætla að konur í gegnum alla sögu mannsins hafa verið að þjást í eymd? Ef að kvenmaður á 17 öld hefði nú bara femínista baráttunna að baki, þá fyrst gæti hún lifað góðu lífi. Stjórnkerfi nútímans færir okkur lífsgæði sem áður voru óþekkt, hæfni okkar til að beisla náttúruna skapar vettvang fyrir einstaklinginn að eltast við drauma sína. Raunin er sú að bæði konur og karlar fyrri tíðar voru undir náttúrunni komin, þeirra hegðun og samfélagsuppröðun var háttuð eftir þörfum. Slíkt á sérstaklega við á Íslandi þar sem maður jafnt og kona þurftu að púla allan daginn til að eiga mat ofan í fjölskylduna, slíkt skapaði bandalag á milli kynja og hlutverkaskipti sem leyfðu okkur að tækla erfiðar aðstæður.

Í bókinni „Íslenzkir þjóðhættir“ er farið í lifnaðar hætti Íslands í gegnum aldirnar. Í bókinni er ítarlega greint frá öllum þjóðháttum hérlendis, allt frá búskap til kaupleiða manna. Í bókinni er það skýrt að samspil kynjanna var algjört og má á engan máta áætla að konur hafi þurft að þjást undir stjórn karla enda voru karlarnir mánuðum saman á sjó á meðan að konan stýrði búinu. Konan var alveg jafn mikill áhrifavaldur bús og karlinn, enda var enginn tími fyrir karlinn að slaka á og fá sér einn kaldan á meðan að veturinn var í nánd, öll hjálp var þegin óháð kyni. Vissulega voru hlutverkaskipti en starf kvenna var á engan máta niðurlægjandi eða ómikilvægara heldur en starf karla. Hjón sáu alfarið um búið saman og voru tækifæri karla engu betri en kvenna. Bæði kynin þurftu annað hvort að strita og púla eða deyja.

Kvennabarátta nútímans virðist draga þá ályktun að öll mannkynssagan sé skipulögð af karlmönnum til að hagnast karlmönnum á kostnað kvenna. Hvernig hagnast karlmenn af þjáningu kvenna? Ef hjón eru að reka bú saman, væri það ekki í hag karlsins ef að konan hefur það gott? Vissulega hafa karlmenn sögulega haft öll völdin á þingi, en er hér áætlað að þingið sé eina valdasvæðið? Og er hugsjónin sú að karlmenn hugsa aldrei um hag kvenna? Vert er að benda á að fæstir karlmenn í sögu mannkyns hafa setið á þingi eða í nokkurskonar valdastöðu. Karlinn líkt og konan hefur verið bundinn eigin búi og því umhverfi sem hann lifir í. Karlinn hefur sjálfsagt haft sitt vægi á heimilinu, en það á líka við um konuna sem að hefur verið jafn þátttaki í uppröðun bús.

Femínistar virðast gera mikið úr því að stjórn þings sé eina leiðin fyrir manninn að hafa áhrif á eigið líf, og verður því þingið að vera skipað jafnt konum og körlum. Engin lög koma í veg fyrir þá raun og er konum frjálst að bjóða sig fram. Samt sem áður heyrir maður í sífellu að réttur kvenna til þings er ekki nóg, heldur verðum við að skapa samfélagslega pressu til að fá konur til að sitja á þingi. Femínistar spara engu púðri að setja endalausa pressu á konur að standa sig í þessum málum og taka þátt í þessu ferli. Þrátt fyrir það eru einungis 38% þingmanna konur.

Í nútímanum er konum frjálst að taka þátt í öllum stjórnmálum, skólar kenna jafnrétti kynja, fjölmiðlar tala af kappi um þessa liði, ýmsir aktivistar og félög dæla þessum áróðri í allar stofnanir og fyrirtæki þjóðar, samt sem áður er meirihluti þings karlar. Gæti það mögulega verið að konur hafa kannski minni áhuga á þessu viðfangsefni heldur en karlar? Og hver er lausnin? Mun hann Arnar og hans líkir ekki sættast fyrr en að það verður bókstaflega skylt konum að sitja við þing? Slíkt er alveg í takt við þann draumóra sem slíkt fólk lifir í.

 á Vesturlöndunum þar sem konur hafa jafnan mestu valmöguleika til atvinnu sést mestur mismunur á atvinnuferli kvenna og karla; Konur velja þar með atvinnuferil sem Femínistar myndu líta á sem sterílýmind kvenna. Konur treysta augljóslega karlmönnum til að sitja á þingi og hefur slík stjórn karla verið áhrifavaldur þess að konur hafa þann valkost sem þær hafa í dag. Hvernig má það annars vera að konur séu í þeirri stöðu sem þær eru í dag ef það væru ekki karlmenn við stjórn?(sem samkvæmt femínistum hafa haft „of mikil völd“).
Hugmynd feminista er sú að konan hefur það einungis gott ef að hún er frjáls og óháð karlmönnum, en slíkt frelsi væri ekki til ef að karlmenn sem hafa alltaf setið við völd hefðu ekki veitt þeim það „frelsi“, þar með eru karlmenn augljóslega hæfir til að hugsa um hag kvenna. Sjónarmið Femínista er sú að konur eru jafnar körlum og enginn huglegur né efnislegurmunur sé á þeim, samhliða því eru samt karlmenn að nota vald sitt til að kúga konur. Svo virðist sem að Femínistar líti svo á að vald karla er vegna þeirra stöðu sem þeir hafa komið sér í, sú staða er alráð yfir kerfinu sem mótar samfélag manna. Karlmenn komust í þessa stöðu án þess að hafa neina yfirburði fram yfir konur. Til að komast að sanngildi þess má nota vissa útilokunar aðferð:

A: karlar eru þeim mun máttugri en kvenfólk að þeim tekst að stýra öllu samfélaginu og einkavæða allar stofnanir þess. Ef þetta er raunin stangast hugmyndafræði femínista að konur séu jafnar körlum á við veruleikann.

B: Kynin hafa alltaf verið jöfn og hljóta þá konur að hafa tekið þátt í samfélaginu. Ef þetta er satt þá eru og hafa kynin alltaf verið jöfn og er femínismi þá stefna sem herjar gegn körlum.

C: Karlar hafa yfirburði í vissum geira sem hefur fært þeim mikla stjórn yfir vissum liðum í samfélaginu; Á hinn boginn hafa konur vissa hæfni sem hefur fært þeim annars konar vald sem á við um nánari umhverfi kvenmannsins.

D: Það er eitthvað til í þessu öllu.

Frjálst samfélag er ekki nóg, femínistar vilja vissa útkomu sem fullnægir þeirra heimsýn á því hvernig að hlutverkaskipti samfélagsins skal vera. Kvenmaður skal ekki vera eiginkona eða móðir, hún skal vinna og púla óháð vilja og hæfni. Karlmenn eru blóraböggull þessara hreyfingar jafn vel þótt að 99% karla hafa aldrei verið í valdastöðu og hafa jafn lítið með skipulag samfélagsins að gera og konur.
Konur hafa veikleika líkt og karlar, konur geta hugsað um eigin persónulegu hagsmuni fram yfir þarfir kvenna sem heild líkt og karl getur hugsað um eigin ferill fram yfir þarfir karla og kvenna.

Alþingi samansett einungis af konum mun ekkert endilega skila af sér betri gæðum fyrir konur, ekkert frekar en þing samansett alfarið af körlum. Konur svíkja hvor aðra, konur hata, konur meiða og konur særa, alveg eins og karlmenn geta gert. Við skulum ekki víkka bilið á milli kynjanna, eina leiðin fyrir okkur að lifa í heilbrigðu samfélagi er að brúa það bil og mynda samheild kynja.

 

-Huginn


 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR