Úbbs! Kraftmikið egypskt popplag leikið í stað sænska þjóðsöngsins

– Du gamla, du fria, það hljómar venjulega um hátalarana áður en sænska landsliðið fer í gang á stórmótum.

En það var aðeins annað lag sem byrjaði að hljóma áður en Svíar þurftu að leika sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppninni gegn Norður-Makedóníu í HM í handbolta í Egyptalandi. Plötusnúðurinn lenti greinilega í einhverjum vandræðum áður en egypsku gestgjafarnir áttuðu sig og settu þjóðsöng Svía í loftið, en rétt áður hljómaði kraftmikið egypskt popplag í kerfinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR