Trump og Melania með covid-19

Tilkynnt var í nótt að Donald Trump forseti Bandaríkjanna og Melania séu komin í einangrun og sóttkví vegna þess að þau hafa greinst með covid-19 sjúkdóminn.

Fréttaskýrendur telja að þetta hljóti að vera áfall fyrir forsetann þar sem þetta muni lama baráttu hans fyrir forsetaembættinu næstu vikur.

Þau fóru í skimun eftir að aðstoðarmaður hans Hope Hick var í gær greindur með jákvæður fyrir veirunni.

Hinn 74 ára forseti og eiginkona hans eru við góða líðan hefur læknir forsetans upplýst. Trump hefur lýst því yfir að hann muni sinna embættisverkum sínum í einangruninni.

Margir hafa óskað Trump og eiginkonu hans góðs bata svo sem Mike Pence og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Yfir 200.000 manns hafa dáið úr covid-19 í Bandaríkjunum það sem af er faraldrinum. Yfir fjögur þúsund hafa dáið síðustu 7 daga og er það hækkun um 2% frá síðustu viku.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR