Trump lýsir yfir sigri og ætlar að krefjast þess að talningu verði hætt

Trump forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í ræðu nú í morgunsárið að hann liti svo á að hann hefði unnið kosningarnar og hann sæi engan tilgang í því að talningu atkvæða verði haldið áfram. Hann sagði jafnframt að hann ætlaði að leggja þessa kröfu nú þegar fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.

Stjórnmálaskýrendur eru margir forviða enda krafan einsdæmi. Enn á eftir að telja nokkuð af atkvæðum sem eiga eftir að berast með pósti. Í máli Trumps mátti skilja að hann telji að atkvæðin séu ógild þar sem kjörstöðum hefur verð lokað og ekki sé hægt að taka gild atkvæði sem eru að berast löngu eftir lokun kjörstaða.

Sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku rakti nokkur dæmi úr fortíðinni í samtali við danska ríkisútvarpið þar sem utankjörstaðaatkvæði „fundust“ löngu eftir kjördag og breyttu úrslitum í kosningum til öldungadeildarinnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR