Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fækka bandarískum hermönnum í Afganistan og Írak áður en hann yfirgefur Hvíta húsið 20. janúar.
Það upplýsir Pentagon.
Nú eru 4.500 bandarískir hermenn staðsettir í Afganistan en þeim mun fækka niður í 2.500 en í Írak verður þeim fækkað úr 3.000 í 2.500 hermenn.
Donald Trump hefur áður tilkynnt að hann muni draga alla hermenn til baka frá Afganistan og Írak en þess í stað verður það brotthvarf að hluta.
Stjórnmálaskýrendur hafa margir spáð því að nýr forseti, Joe Biden, muni auka stríðsrekstur þegar hann kemur til valda. Talibanar lýstu því til dæmis yfir fyrir forsetakosningarnar að þeir vonuðust eftir að Trump myndi sigra því hann hefði staðið við orð sín í friðarsamningum við þá.