Tímabundið leyfi fyrir veitingarhús að senda áfengi með matvörur í heimsendingarþjónustu?

Mikið hefur verið rætt um frumvarp til sölu áfengis á netinu sem dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur lagt fram og hlotið mikla gagnrýni fyrir.

Í réttrúnaðarákalli sínu líta gagnrýnendur fram hjá mörgum staðreyndum um stöðu áfengis og aðgengis að því hér á landi, sem styður breytingar á núverandi fyrirkomulagi.

Í fyrsta lagi, og það hefur verið minnst á það hér áður, en það er ójöfn samkeppnisstaða innlendrar áfengisframleiðanda sem flestir eru bjórframleiðendur og erlendra sem flytja inn áfengi til Íslands í skjóli heildsala og yfirburðarstöðu en flestir þeirra eru fjölþjóðafyrirtæki.

Annað atriði er að margir gagnrýnendur lifa á áttunda áratug 20. aldar; þeir sem studdu RÚV og vildu ekki frjálsa fjölmiðlun, og vilja bara eitt apparat og það ríkisapparat, eins og aðrir en ríkið gæti ekki selt samkeppnishæfar áfengisvörur eða horft á annað en sjónvarpsefni sem væri í boði RÚV. Nú hefur almenningur aðgang að samfélagsmiðlunum og þar úir og grúir af áfengisauglýsingum sem og í erlendum fjölmiðlum.

Erlendir áfengisframleiðendur geta nú sent áfengi beint til íslenskra neytenda, yfir hálfan hnöttinn þess vegna, og það á nokkrum dögum en það geta íslenskir framleiðendur ekki. Hvar er réttlætingin fyrir það? Meira segja Vínbúðin auglýsir á netinu (ekkert sagt við því og sendir áfengi hvers sem er á landinu í pósti og hefur gert um áratuga skeið).

Lítum framhjá hagsmunum áfengisframleiðenda. Lítum á hagsmuni veitingastaða- og skemmtistaðaeigenda. Nú er fyrirséð að margir staðir fara á hausinn á næstunni. Væri ekki ráð að veita tímabundið leyfi fyrir heimsendingu áfengis með öðrum matvörum veitingastaðanna? Þarna getur skilið á milli feigs og ófeigs í veitingahúsageiranum og bjargað mörgum frá gjaldþroti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR