Tilfelli kórónuveirusmita komin yfir 20 milljónir talsins

Samkvæmt samantektar Reuters eru tilfellin komin yfir 20 milljóna markið, þar sem Bandaríkin, Brasilía og Indland voru með meira en helmingur allra þekktra smita.

Öndunarfærasjúkdómurinn hefur smita að minnsta kosti fjórum sinnum fleiri en meðalfjöldi fólks sem lenti í áföllum með alvarlega inflúensusjúkdóma árlega, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar.

Á meðan hefur dánartíðni vegna COVID-19, farið yfir 728.000 markið og hefur farið fram úr efri hluta árlegra dauðsfalla af völdum flensunnar.

Talan sem Reuters hefur, er byggð á skýrslum stjórnvalda og sýnir að sjúkdómurinn er í stöðugri aukningu. Það tók næstum sex mánuði að ná 10 milljón tilfellum eftir að tilkynnt var um fyrstu sýkingu í Wuhan í Kína í byrjun janúar. Það tók aðeins 43 daga að tvöfalda þessa tölu í 20 milljónir.

Sérfræðingar telja liklegt að opinber gögn vanmeti bæði fjölda sýkingar og dauðsföll, sérstaklega í löndum með takmarkaða prófunargetu.

Bandaríkin hefur um það bil 5 milljónum tilfella, 3 milljóna í Brasilíu og Indlandi með um 2 milljónir. Rússland og Suður-Afríka náðu tíu efstu sætunum.

Heimsfaraldurinn eyskt hraðast í Rómönsku Ameríku, sem svarar til tæplega 28% tilvika heimsins og meira en 30% dauðsfalla, samkvæmt  samantekt Reuters.

Með fyrstu bylgjunni af veirunni sem enn á eftir að ná hámarki í sumum löndum og endurvakning tilfella í öðrum, eru stjórnvöld enn ráðvillt í viðbrögðum sínum. Sum lönd taka aftur upp strangar ráðstafanir vegna lýðheilsusjónarmiða en aðrar halda áfram að slaka á takmörkunum.

Heilbrigðissérfræðingar eru tvísagna hvernig og hvort eigi að halda áfram með skólastarf, vinnu og félagslíf og muni það halda áfram – og takmarkanir sveiflast til – þar til bóluefni er fáanlegt.

Í bólusetningarhlaupinu eru meira en 150 bóluefni sem eru þróuð og prófuð víða um heim með 25 í klínískum rannsóknum á mönnum, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Í Bandaríkjunum fóru börn að snúa aftur í skólastofurnar sínar í síðustu viku, jafnvel þótt deilur um öryggi skóla eru í gangi.

Bretland hefur bæst við bæði Spán og Belgíu á lista yfir lönd sem heimamenn sem koma aftur heim erlendis frá, verða að sæta sóttkví heima hjá sér í 14 daga vegna nýrra tilfella á sumum evrópskum stöðum.

Í Asíu heldur Kína áfram að berja niður nýjar bylgjur kórónuveirusmita með ströngum, staðbundnum lokunum. Tölur eru lágar þaðan og erfitt er að meta sannleiksgildi talna sem berast þaðan.

Ástralía hefur innleitt strangar lokanir og útgöngubann í borginni Melbourne með það að markmiði að kæfa faraldurinn þar. Nágrannarnir á Nýja-Sjálands, þar sem lífið hefur að mestu leyti snúið aftur í eðlilegt horf, um helgina var skráð að 100 dagar hefðu liðið án nýrra tilfella.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR