Þýskir ferðamenn velta inn á mánudag: 14.000 dönsk sumarhús fara í útleigu

Aðilar í danskri ferðaþjónustu geta vart beðið eftir næsta mánudegi því þá verða landamærinn að Þýskalandi opnuð upp á gátt og von er á fjölda þýskra ferðamanna strax eftir miðnætti þann dag.

Félag um útleigu á sumarhúsum í danmörku greinir frá því að von sé á allt að 14.000 þýskum ferðamönnum sem munu fara rakleiðis í sumarhús sem þeir hafa tekið á leigu í danmörku í sumarfríinu sínu. 

Langflestir hafa bókað sumarhús á Jótlandi og mest í Suður-Jótlandi eða um 5.300. 

Á eyjunni Fanø er vitað að 400 þýskir ferðamenn munu koma á mánudeginum og slær það öll met hingað til. Fyrirtækið Danibo hefur umsjón með sumarhúsum sem leigð eru út á eyjunni og sjá þeir sér ekki annað fært en að opna móttökuna og skrifstofu sína á eyjunni klukkan 5 um morguninn til að afhenta lykla að sumarhúsunum.

Ferðamönnunum þýsku fylgja margföldunaráhrif því verslanir, veitingastaðir og söluturnar í sumarhúsabyggðum Danmerkur munu einnig opna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR