Þúsundir borgara streyma á flugvöllinn

Í gær tryggðu talibanar sér höfuðborgina í Afganistan og lýstu því yfir að „stríðinu væri lokið“. Hér er stutt yfirlit yfir síðustu atburði:

-Ríkisstjórn Afganistans er fallin og Ashraf Ghani forseti hefur yfirgefið Afganistan „til að forðast blóðsúthellingar“. 

-Það er óljóst nákvæmlega hvar forsetinn er en samkvæmt BBC eru fréttir af því að hann hafi ferðast til Úsbekistan.

-Yfir 60 lönd hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau m.a. skora á talibana að leyfa öllum sem vilja að fara úr landi.

-Bandaríkin hafa flutt allt starfsfólk frá sendiráði sínu í Kabúl og það eru nú „öruggt á flugvellinum í Kabúl“, sagði bandaríska utanríkisráðuneytið.

-Þúsundir íbúa reyna að yfirgefa höfuðborg Afganistans sem hefur valdið ringulreið á flugvellinum í borginni.

-Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af framtíð stúlkna og kvenna í Afganistan og hvatt Talibana og „alla aðra“ til að gæta fyllsta aðhalds og stillingar og að „vernda líf.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR