Þrír Íranir handteknir í Danmörku grunaðir um njósnir
Danska leyniþjónustan segist gruna að íranska leyniþjónustan hafi ætlað að skipuleggja tilræði í landinu og hefur handtekið fjórar persónur fyrir aðild að málinu.
Legga átti til atlögu við Írana sem eru í útlegð í Danmörku og hafa unnið gegn klerkastjórninni í Íran. Málið er flókið því það teygir anga sína víða. Meðal annars hefur hollenska lögreglan handtekið nokkra vegna málsins og Sádi-Arabar eru einnig sagðir flæktir í málið.
Yfirmaður leyniþjónustunnar sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem erlend þjóð legði til atlögu við andstæðinga sína á danskri grund og það væri óásættanlegt.