Þjóðverjar flýja til Danmerkur

Metfjöldi þjóðverja hefur flutt frá þýskalandi og tekið sér fasta búsetu í Danmörku. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. 

Ástæður eru strangar reglur vegna kórónaveirunnar, dýrt húsnæði og þýskir skólar.

Íbúum hefur fækkað í mörgum dönskum bæjum á suðurjótlandi og reyna þeir nú að laða að þjóðverja sem ákveðið hafa að flytja til landsins og setjast þar að.

Þannig hefur íbúafjöldi í bænum Tønder þrefaldast frá árinu 2019, þökk sé aðfluttum þjóðverjum. 

Í samtali við fréttavef dr.dk segir Carsten Burk sem flutti með fjölskylduna til danmerkur fyrir tveimur mánuðum, að margt hafi spilað inn í þá ákvörðun ekki síst það frjálsræði sem honum finnst ríkja í danska skólakerfinu miðað við það þýska. Han varð atvinnulaus þegar kórónaveirufaraldurinn skall á og segist þá hafa fengið nógan tíma til að íhuga framtíð sína. Hann segir að honum finnist þýsk yfirvöld taka miklu minna tillit til almennings heldur en dönsk yfirvöld gera og það hafi haft áhrif á þá ákvörðun að flytja.

Carsten er verkfræðingur og hefur fengið starf hjá Danfoss í Nordborg. Sonur hans er í þýskum skóla í Sønderborg, borg sem liggur við landamæri Danmerkur og Þýskalands og þau eru farin að huga að húsnæðiskaupum. Aðrir þjóðverjar sem rætt var við hafa svipaða sögu að segja. Þeir tala um að verðlag sé hátt í þýskalandi og húsnæðisverð í Danmörku sé hagstæðara. Sumir töluðu um að stressið í Þýskalndi sé mikið en samfélagið í Danmörku sé meira afslappandi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR