Þjóðarleikvanginum Parken breytt í risastóra skimunarstöð: Svar fæst á 15 mínútum

Hinum þekkta fótboltavelli Parken í Kaupmannahöfn hefur verið breytt í risastóra skimunarstöð. Danir ætla að ganga hratt til verks og ráðast gegn útbreiðslu kórónaveirunnar með öllum tiltækum ráðum.

Með því að breyta þjóðarvellinum geta heilbrigðisyfirvöld skimað um 1200 manns á klukkutíma.

Sjúkraliðar, heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn ganga fyrir í skimun og eru sér inngangar fyrir fólk í þeim störfum.

Skimunin er ókeypis fyrir danska ríkisborgara. Ferðamenn og aðrir sem ekki eru ríkisborgarar þurfa að greiða 275 danskar krónur fyrir (um 5.800 ísl.kr.)

Það tekur að jafnaði um 15 mínútur að fá niðurstöðu um hvort einstaklingur er smitaður eða ekki.

Danska ríkisútvarpið greinir frá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR