Eftir því sem fréttaritari BBC segir sem staddur er við þinghúsið í Washington þá er ástandið í þinghúsinu fordæmalaust. Mótmælendur eru komnir inn í þinghúsið og varla er öryggisgæslu að sjá. Á sumum myndum má sjá mótmælendur labba rólega um þinghúsið en á öðrum má sjá starfsmenn öryggisgæslu með byssur á lofti og varna fólki frekari inngöngu í fundarsal.
Að sögn fréttaritarans er spenna í loftinu en eining segir hún að mikil gleði einkenni mótmælendur fyrir utan. Donald Trump hefur hvatt mótmælendur til að virða lögregluna og bað mótmælendur um að beita ekki ofbeldi.
Þingmönnum hefur einnig verið sagt að yfirgefa þingsalinn og halda til skrifstofu sinna og læsa að sér.
Nancy May þingmaður fyrir repúblikana frá Suður Karólínu segist ekki sátt við ástandið og hún hafi ekki búist við þessu ástandi. Hún skoraði á Trump að hvetja mótmælendur til að hverfa frá þinghúsinu.
Einnig var rætt við þingmann demókrata Reap Brendan sem vitnaði í Kennedy sem sagði að þeir sem reyndu að ríða á tígrisdýri myndu enda í maga þess. Reyndir fréttaskýrendur segjast aldrei hafa upplifað annað eins ástand eða getað ímyndað sér að svona ástand gæti skapast í þinghúsinu.