Svíþjóð:Afgani neitar aðild að hryðjuverki

22 ára afganskur maður, sem grunaður er um að hafa ráðist á og slasað sjö af handahófi með stungu- eða árásarvopni í bænum Veltlanda í suðurhluta Svíþjóðar, segist „ekki hafa gert neitt“.

Við dómsmeðferð á föstudag í bænum Eksjö var ákærði áminntur af dómaranum þegar hann truflaði saksóknara með því að hrópa og berja hendinni á borð, skrifar sænski fjölmiðillinn SVT.

Hinn 22 ára Afgani neitar sök meðal annars á þeim forsendum að hann hafi verið heima þegar árásin átti sér stað.

Vetlanda með rúmlega 13.000 íbúa er staðsett á Smålandi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR