Svíþjóð: Lögreglan missti tök á ástandinu í óeirðum sem múslimar efndu til

Í óeirðunum við Amiralsgötuna í ágúst varð lögreglan fyrir miklu grjótkasti. Atvikin voru tekin bæði úr lofti og innan úr lögreglubifreiðinni.

Sænska sjónvarpið fjallar um málið og birtir kvikmyndir sem sýnir hvernig steinar lemja lögreglubíla og hvernig lögreglan á staðnum hrópar eftir liðsauka.

– Við þurfum hjálp, hrópar einn lögreglumaðurinn í talstöðina.

Borin kennsl á óeirðaseggi

Búið er að bera kennsl á hluta fólksins á myndunum og eru kvikmyndaraðir hluti af sönnunargögnum gegn þeim.

Óróinn í ágúst braust út eftir að Kóraninn var brenndur í Rosengård og eftir svipuð mótmæli á Stortorget þar sem Kóraninum var sparkað um á jörðinni.

Á föstudag verður uppþotið tekið fyrir í Héraðsdómi Malmö. Alls eru sex manns ákærðir fyrir ofbeldi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR