Sveitarfélag tilkynnir imam til lögreglu vegna skilnaðar í anda sharia: „Ég held að þetta vitni um sálrænt ofbeldi“

Borgarstjóri Odense, Peter Rahbæk Juel, er mjög brugðið vegna skilnaðarsamnings, sem kona í Odense, að sögn Berlingske, hefur neyðst til að skrifa undir.

Samningurinn kveður meðal annars á um að konan þurfi að greiða eiginmanni 75.000 danskar krónur (rúmlega ein og hálf milljón íslenskar) og hún missi börn sín ef hún giftist nýjum manni.

Þess vegna hefur sveitarfélagið Odense nú tilkynnt Imam Abu Bashar til lögreglu sem hefur undirritað samninginn. 

– Ég held að þetta vitni um sálrænt ofbeldi gagnvart þessari konu. Það er enginn sem gerir slíkan samning án þess að hafa verið undir gífurlegum þrýstingi og við verðum að geta bundið enda á þetta, segir Peter Rahbæk Juel.

Skilnaðarsamningurinn, sem er skrifaður á arabísku og sem Berlingske hefur látið þýða, hefur verið undirritaður af konunni, manninum, Imam Abu Bashar og nokkrum vitnum.


Bundin átthagafjötrum af samningi 

Hér virðist sem konan missi börn sín ef hún flytur lengra en 130 kílómetra í burtu eða ef hún hagar sér á þann hátt að „brýtur gegn heiðri hennar eða fjölskyldunnar“. 

– Það er hræðilegt að sjá hvernig með sharia lögin geta langt slíkan skilnaðarsamning á konu, segir borgarstjórinn í Odense. 

– Þegar þú sérð samninginn getur maður spurt hvort hún sé raunverulega skilin, því í raun minnir þetta á starfsmannatengsl, þar sem það er annarra að ákveða hvort hún gerir eitthvað sem er ærumeiðandi og hvort hún geti séð börnin sín, segir hann.


„Bara eitt dæmi“ 

Borgarstjórinn óttast að samningurinn sé til marks um stærra vandamál. 

– Ég er því miður hræddur um að það sem við sjáum hér er neikvæð félagsleg stjórn, að þessi tegund samninga – að þetta sé aðeins ein innsýn sem við höfum fengið hér. Það er algengara en flest okkar halda eða trúa, segir hann. 

Imam Abu Bashar, einnig þekktur sem Mohamad Al-Khaled Samha, hefur áður vakið athygli. Hann var leiðtogi sendinefndar danskra imamanna sem fóru til Miðausturlanda í Múhameðskreppunni (múhameðsteikningarnar). Hann hefur neitað að tjá sig við fjölmiðla vegna skilnaðarsamningsins.

Hvernig er þetta á Íslandi?

Árið 2018 ýtti Velferðasvið Reykjavíkurborgar af stað umræðu um heiðursofbeldi hér á Íslandi. Í þeirri umræðu kom meðal annars fram að feður í fjölskyldum þar sem íslam er ráðandi bönnuðu börnum og þá sérstaklega stúlkum að leika sér með skólafélögum. Einnig kom fram að stúlkur í íslam hér á landi búi við ofbeldi af hendi föður og bræðra.

Í umfjöllun skinna.is þar sem þetta mál er rifjað upp í janúar 2020 segir meðal annars: 

„Hún bjó við mikið ofbeldi á heimili sínu, bæði af hendi föður og bróður síns. Allt frá því að hún var ung stúlka hafi hún og systkini hennar ekki mátt eiga íslenska vini heldur þurftu alltaf að koma beint heim eftir skóla og leika við krakka af sama uppruna. Hún var í vinnu og pabbi hennar tók af henni peningana hennar. Hún klæddi sig ekki og hagaði sér ekki eins og fjölskyldan vildi og það stóð til að gifta hana manni af sama uppruna.“

Heiðurstengd átök hjá fjölskyldum af erlendum uppruna eiga sér stað hér á landi. Ýktasta birtingamynd heiðurstengdra átaka eru svonefnd heiðursmorð sem af fréttist frá öðrum Norðurlöndum og víðar um heim. „Tími er kominn til að bera kennsl á þetta hér á landi,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, „þar sem þetta er íslenskur veruleiki. Það sem gerist annars staðar kemur líka hingað til lands, bara aðeins seinna,“ segir hún. Ráðstefna var haldin í vikunni þar sem tveir norskir sérfræðingar sögðu frá því hvernig bera má kennsl á slíkt ofbeldi og hvernig vinna megi gegn því.“ 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR