Sumir finna fyrir stöðugum titringi og eru sjóveikir

Misjafnt er hvernig fólk upplifir þá jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Skinna.is fregnaði af konu sem býr í Hafnarfirði og hefur fundið fyrir sjóveiki. Hún telur sig finna fyrir stöðugum smátitringi og hefur fundið fyrir sjóveiki. Hún sagði í samtali við skinna.is hún hefði lengi haldið að þetta væri tóm ímyndum í sér þangað til að hún frétti af annarri konu á sínum vinnustað sem kvartaði yfir svipuðum óþægindum. Til dæmis hefðu þær báðar átt við svefntruflanir að stríða vegna þessarar upplifunar. Vinnufélaginn býr á Seltjarnarnesi.

Svo virðist sem eitthvað gæti þetta átt við rök að styðjast því margir hafa lýst upplifun sinni af minni skjálftum þar sem þeir virðast finna fyrir titringi en aðrir í sama herbergi finna ekki fyrir neinu. 

Samkvæmt yfirliti Veðurstofu Íslands hafa í dag, föstudag, mælst minni skjálftar með nánast mínútu millibili frá miðnætti og reyndar hefur svo verið síðustu daga. Stöðugur víbríngur gæti verið á jörðinni sem sumir finna fyrir en aðrir ekki.

Í gær mældust til dæmis samkvæmt vef Veðurstofunnar hátt í 3000 skjálftar og ennþá er gert ráð fyrir að gos geti brotist út. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR