Stundar Stundin vandaða fréttamennsku?

Tilefni þessara skrifa er grein sem birtist í vefmiðlinum Stundin 15. ágúst 2018 og er eftir  Diljá Sigurðardóttur.  Greinin ber heitð ,,Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook.“  Í greininni er vísað í stöðuuppfærslu einstaklings, sem fáir kannast við úr þjóðlífinu og telst seint vera landsþekkt persóna en þar lýsir einstaklingurinn sig vera mótfallna múslimum. 

Það skal viðurkennast að orðavalið ,,múslimahatari“ telst seint vera gott og til eftirbreytni. En eru þessi ummæli einstaklings ,,út í bæ“ tilefni til opinberar birtingar í fjölmiðli?  Má hún sem einstaklingur ekki segja sína skoðun á eigin vegg án afskipta fjölmiðlamanna?  Til eru lög um ærumeiðingar og eru múslimum velkomið að sækja málið fyrir dómstólum ef þeim finnst að sér vegið.  Ætla mætti að tilefni skrifana sé að efna til deilna og jafnvel beina aðkasti að umræddum einstaklingi.  Einstaklingurinn, hún í þessu tilfelli, er settur í stórfellda hættu á einelti og aðkasti.

Í fjölmiðlalögum er ágæt grein, nr. 26, en þar segir orðrétt:

26. gr. Lýðræðislegar grundvallarreglur.

Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. [Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars.] 1) Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni [í fréttum og fréttatengdu efni] 1) og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.

Út frá þessari grein verður ekki betur séð en að fjölmiðlaveitan sé að vega að tjáningarfrelsi og gera aðför að einkalífs þessa einstaklings enda er erfitt að sjá að lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitunnar eða upplýsingaréttur almennings krefjist þess að málið sé birt opinberlega. 

Ætlar Stundin að eltast við ummæli allra sem hún fellur ekki við eða á þessi frétt að vera dæmi um hvað gerist ef óþekktur einstaklingur er að viðra skoðanir sínar sem teljast ef til vill ekki heppilegar opinberlega?

Sagt er um prótókol blaðamennskunnar sé að hlutlægni í henni miði að því að hjálpa lesendum að gera sér grein fyrir sögunni, með staðreyndirnar einum að vopni og láta þá lesendur túlka hana á eigin spýtur. Til að viðhalda hlutleysi í blaðamennsku, ætti blaðamenn að kynna staðreyndir hvort sem þeir eru samþykkir eða andsnúnir þessara staðreynda. Í einni setningu: Markmið fréttamiðlunar er  að lýsa málum og atburðum á hlutlausan og óhlutdrægan hátt, óháð höfundarálitinu eða persónulegum viðhorfum viðkomandi fjölmiðlamanns”.  Þetta er mjög erfitt að fylgja eftir því að blaðamenn eru undirsettir ritstjórum og ritstjórnarstefnum og síðan en ekki síst eignarhaldi fjölmiðlanna. 

Það er sama hvað hver segir, íslenskir fjölmiðlar draga dám af eigendum sínum með einum eða öðrum hætti. Það er því gott að vita af því að óhlutdræg fréttamennska er ekki til nema í skýjaborgum heimspekinga og setja þarf upp þau gleraugu sem passa við þann fjölmiðil sem lesa er verið eða horft hverju sinni.

Margar spurningar vakna í þessu sambandi. Hver er tilgangur fréttarinnar? Selja krassandi frétt eða skapa úlfúð? Og hvar liggja mörk einkalífs og ummæla þar innan og hið opinbera?  Er stöðufærsla á Facebook ígildis opinberrar yfirlýsingar?  Hvaða rétt hafa fjölmiðlar til að nýta sér efni af Facebook og sambærilegum miðlum? Til dæmis fjölskyldumynd sem stjórnmálamaður birtir á vegg sinn og tengist ekki starfi hans en aðeins fjölskyldu?

Máttur fjölmiðla er mikill og hafa þeir stundum stært sig af því að vera svokallaða fjórða vald. En þá verður að fara vel með það vald og misnota það ekki og gæta þess umfram allt að ,,aðgát skal hafa í nærveru sálar.“ Einnig verði að meta skoðanir einstaklinga út frá þeirra forsendum, að þær geti vera misvitrar, stundum klaufalega orðaðar og stundum sagðar í geðshræringu.  Sjá má í ummælakerfum fjölmiðla við fréttir mýmörg dæmi um slíkt og það kann að æra óstöðugan að ætla sér að eltast við öll þau heimskulegu ummæli og skoðanir sem þar koma fram. Þau ummæli dæma sig sjálf hjá hinum almenna lesanda.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR